Seinasta landið okkar i S-Ameríku. Vorum i 18 daga i peru og vorum nú nokkuð mikið að flakka um. Byrjuðum i Lima, en gerðum nú ekki mikið þar sem veðrið var ekkert mega gott og vorum graut þreyttar eftir mjög upptekna viku i Buenos Aires. Við gistum i Miraflores sem var við ströndina og var útsýnið mjög flott þegar við vorum að keyra fra flugvellinum. Við löbbuðum mikið um i Lima að skoða almennings garða ef það var gott veður.
Cusco: borgin i fjöllunum- bókstaflega. I Cusco tokum við strax eftir þvi hvað súrefnið var þynnra enda vorum við komnar i 3500 m hæð sem er ekkert sma hatt uppi. Vorum sóttar a flugvöllinn með skilti sem stoð a Agnes Pétursdóttir, let okkur liða sma eins og vid værum celeb.
Cusco er allt öðruvísi en Lima, allt önnur menning bara. Cusco er gamla höfuðborg Inkaveldisins og þau tala sko aldeilis mikið um Inka. Menningin er mjög gömul og merkileg þarna, flest húsin er bara lengst uppi fjalli. Tokum lika eftir þvi að þau eru mjog stolt af lamadyrum og alpakka, hægt að kaupa allt með öðru hvoru dýrinu a. Lika mjog mikið um peysur og sokka sem voru 100% alpakka.
Við forum einn daginn i hopsferð i Sacred Valley, stoppuðum a 4 stoðum og fengum alla söguna um staðina. Það var alveg hreint ótrúlegt að sjá þessa staði, líka þvi það er svo langt síðan Inkarnir byggðu þetta. I endanum a deginum forum við a einn stað þar sem við vorum komin uppi 3800 m og þa var bara súrefnið svon þunnt að það bara doltid erfitt að anda.
Það sem toppaði samt allt var Machu Picchu. Persónulega er eg buin að bida eftir þessum degi i 10 ár og var sko alls ekki fyrir vonbrigðum. Það tok okkur þó 40 min i rutu, 3klst i lest og svo aðra 30 min i rutu til að komast þangað. Vorum svo i 2klst að labba um Machu Picchu með leiðsögumanni að skoða svæðið og læra allt um Inkana og hvað þeir voru að gera. Sumt er enn óvitað hvernig þeir foru að hlutum. Þetta var alveg hreint ótrúlegt, voru t.d með vatnsleiðslu kerfi um alla borgina sem foru undir steina þannig maður tok ekki alltaf eftir þvi. Fundu lika út hvaða mánuður var og hvað kl var með þvi að sjá sólina a steini. Byggðu lika glugga þar sem solargeislanir foru inn og sögðu þeim hvenær rigningar tímabilið var og hvenær uppskeru mánuðirnir voru eftir þvi hvernig sólin skein bakvið fjollin. Svo mikið meira sem er bara alveg hreint magnað þvi þetta var fyrir svo löngum tima.
Þegar við vorum að fara fljúga til Puerto Maldonado, til að komast i Amazon skóginn vorum við beðnar að tala við lögguna a flugvellinum. Þeir tóku töskunar okkar eftir að við checkuðum okkur inn og báðu okkur um að koma upp með sér. Við fylgdum þa auðvitað bara enda ekki alveg vissar hvað var i gangi. Svo letu þau okkur skrifa undir blað og tóku allt uppúr töskunum okkar, og þa meina eg ALLT! Þau opnuðu alla poka og snyrtitöskur og spurðu hvað væri hvað. Tóku lika bakpokana okkar og litlu veskin okkar. Foru svo að spyrjast um Ísland og voru varla að trúa þvi að þetta væri land i Evrópu, þurftu að googla það. En svo fengum við bara að fara þar sem við vorum nú ekki með neitt.
Komumst loksins til Puerto Maldonado og vorum sóttar a flugvöllinn og forum i klst rutu ferð til ad komast hofninni og svo i 2klst bátsferð að skoginum. Þar gistum við i fínum skálum (isl orð yfir lodge?) i skoginum. Veðrið þar var mjog heitt og mikill raki i loftinu sem var annað en Cusco og Lima.
Við forum oft i göngur i gegnum skóginn, um morgna, miðdag og kvold og alltaf a mismunandi svæðum. Forum lika i bataferð um kvöldið a ánni að spotta tegund af krókódílum. Hef aldrei a ævi minni seð eins fallegan himinn. Stjörnur út um allt lýstu upp svæðið og hef aldrei seð svona margar stjörnur, saum vetrarbrautina, Venus, Júpíter og steingeitar stjornumerkið m.a.
Fengum lánuð stígvél sem betur fer þegar við forum i göngur, vorum að labba allan timan i drullupollum. Saum ekkert svaka mikið en saum þó eitthvað. Saum mjog mikið af sjúklega flottum fiðrildum og fuglum. Lika Otra, tarantúlur, maura, eitthvert risastórt "nagdýr" og alls konar fiska t.d.
Þriðja daginn okkar var folkið sem var með okkur i hóp farið heim þannig eg og Anna vorum einar eftir með leiðsögumanninum okkar og forum i sjúklega langa göngu sem byrjaði kl 5 um morguninn en samt var drullu heitt. Löbbuðum 14 km i skoginum en stoppuðum i miðjunni og forum i bataferd um vatn. Þar náðum við baðar að veiða pírana fiska en hentum þeim þó aftur uti vatnið.
Leiðina heim völdum við ævintýraleið. Þar þurftum við að vaða nokkrum sinnum yfir vötn sem náðu yfir hné þannig það flæddi inna stígvélin okkar. Löbbuðum lika nokkrum sinnum yfir mjog ótraustar brýrnar sem bara einn i einu mátti fara yfir þvi það vantaði spýtur og margar voru lausar. Þegar við komust loksins út fengum við að vita það að mótorinn a bátnum okkar var bilaður. Við þurfum að róa að næsta svæði og þar fengum við fólk til að skutla okkur yfir a okkar svæði.
Skalanir sem gistum i voru mjog fínir, en þó var ekkert rafmagn i þeim þanng við þurftum að nota kerti a kvöldin. Svo bara rafmagn i matarskálanum fra 5-10 a kvöldin til að Hlaða símana okkar.
Eyddum svo 2 dögum aftur i Lima áður en við forum til New York.
Hinsvegar þegar við millilentum a flugvellinum i Bogota var eg merkt með ssss. Fyrir þa sem vita ekki hvað það er þa er það secondary security screening selection. Þannig þegar við vorum að bida eftir þvi að fara i flugvélina var allti einu lesið upp nafnið mitt i kallkerfið en ekki Önnu þannig við skildum ekkert og forum að borðinu. Þar tóku þeir vegabréfið mitt, boarding passann minn og vildu fa Esta upplýsinganar mínar. Svo sögðu þau mer bara að fara en höfðu ennþa flugmiðann minn og sögðu að eg fengi hann seinna og það væri leitað aftur a mer. Svo foru allir inni flugvélina, meðal annars Anna og a meðan þurfti eg að standa i röð með nokkrum öðrum upp við vegg. Beið þar i nokkurn tima þar til að röðin kom að mer, þa var allt tekið ur töskunni minni og skoðað og eg þurfti að fara ur peysunni og skonnum og það var leitað a mer. Þa loksins fekk eg aftur flugmiðann minn og fekk að fara inni flugvélina. 2x i sömu viku leitað að eiturlyfjum i töskunni minni en gaman.
Xoxo
A&A