Fyrstu dagana okkar a Bali eyddum við i sundlauginni eða að labba um a ströndinni. Eftir 3 daga a Bali forum við i surfskola þar sem voru bara krakkar fra Skandinavíu og við vorum 6 íslenskar stelpur. Fyrsti dagurinn i skólanum gekk mjög vel hja mer og eg náði að standa upp strax og allir i hópnum náðu að standa. Svo eftir það var blakmót sem þurfti að hætta við i miðjunni því það kom helli demba þannig allir flúðu inn.
Næstu dagarnir i surfskolanum voru erfiðari þvi lengra sem við forum út i sjóinn og get eg alveg sagt að eg hafi oft gleypt fullt af sjo eða fengið brettið mitt i hausinn.
Þegar við fengum frí for eg i hópferð til Ubud sem er staður i svona hálftíma fjarlægð fra surfskolanum. Þar byrjuðum við að fara a kaffiplantekru þar sem eg smakkaði dýrasta kaffi i heimi- en þar sem eg drekk ekki kaffi fannst mer það ekkert sérstakt haha. Fekk lika að smakka vanillu og kokoshnetu kaffi sem var ágætt. Forum svo að fa hádegismat og við forum a stað þar sem við þurftum við að setja a púðum ekki stólum við lagt borð og var það mjög skrítið. Forum svo þaðan i monkey forrest sem er mjög stórt fallegt svæði fullt af öpum. Saum nokkra apa raðast a fólk til að stela hlutum sf þeim þannig við pössuðum okkur a þeim. Eftir það forum við svo a markað og saum hof og eg for með tveim af íslensku stelpunum i fishspa þar sem litlir fiskar eru að borða dauðu húðina af fótunum af þer og það kitlaði mjög mikið þannig eg hló allan timan og fólk i kring var að stara a okkur.
Allt i allt var þetta mjög góður dagur þar til við komum til baka og eg náði að sparka eitthvern vegin i lausan múrstein a veginum og fa djúpt sár a tanna þannig eg missti af restinni af surfskolanum sem var mjög leiðinlegt. Eyddi þvi síðustu 3 dögunum inni að horfa a myndirnr með einni af íslensku stelpunum.
Eg og Anna áttum svo eina nott áður en við flugum til kina og eyddum þvi degi ad labba um a ströndinni.
Xoxo
A&A
Engin ummæli:
Skrifa ummæli